SLÚÐUR DAGSINS!
Föstudagar eru slúðurdagar á mínu heimili. Reyndar eru allir dagar slúðurdagar en á föstudögum er mamma alltaf búin að fiska eitthvað sérstaklega gott í soðið. Slúðrið þennan föstudaginn var ekkert venjulegt slúður, heldur slúður sem mun koma í Séð og heyrt en er ekki komið þangað enn. Slúður sem mun kannski fylla huga þinn af viðbjóði eða að þér sé alveg skítsama.
Slúðrið er um þjóðþekktan mann, hafnfirskan mann. Hann hefur sungið sig í gegnum hug og hjarta þjóðarinnar með sínum gervitönnum. Þetta er enginn annar en Bó Halldórs!! Fyrir þá sem ekki vita þá hefur hann verið giftur í mörg mörg ár og með konu sinni á hann 2 börn sem eru einnig þjóðþekktir einstaklingar. Hann er talinn vera mjög mikill sjarmör og sést það best í þessu slúðri. Hann nefnilega HÉLT FRAMHJÁ eiginkonu sinni! Og það ekki með hverri sem er, ónei, heldur gerði hann það með 25 ára gamalli konu sem gæti þess vegna verið dóttir hans. Og hérna kemur aðalsjokkið: Þessi kona fæddi honum barn!! Bó er s.s. orðinn pabbi á ný og er að skilja við konu sína. Hann var nýbúinn að festa kaup á íbúð í Hafnarfirði (ekki svo langt frá mínu húsi. Ég er skítug fyrir það) en sú íbúð er nú komin á sölu. Það er búið að sýna hana í Innlit útlit, "frábært rými, brilliant" og allt það og svo er Bó gestur í þættinum Sjálfstætt fólk annað kvöld. Jæja nú hefur hann svo sannarlega skotið sig í fótinn og núna getur Björk Níelsdóttir ekki verið stolt af því að Bó átti heima i húsinu hennar. Þessi maður hefur gjörsamlega engar tilfinningar!! Stöndum saman, hættum að hlusta á Bó og förum með skilti fyrir framan heimili hans sem á stendur: "BÓ ÞÓ!"
SVAR VIÐ GETRAUN:
Konan á mynd nr. 1 er einhver leikkona. En hún lék persónu í þættinum Just shoot me (byssan) og hét persónan Nina van HORN. Á mynd nr. 3 eru víkingar og bæði hafa þeir HORN á hjálmum sínum og drukku úr HORNUM. Á næstu mynd er hann Mozart að spóka sig en hann samdi afar marga HORN konserta. Hún Heidi litla var síðan alltaf að passa geitur og hvað hafa þær á hausnum? Jú mikið rétt.... HORN!
Svarið er s.s. feitletrað. Já krakkar mínir. Þetta var svona auðvelt.
Í súkkulaðidagatalinu: Búklaus jólasveinn
laugardagur, desember 06, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli