Ég fór á...
... Lordarann í gær í Laugarásbíó. Ég og Björk skunduðum glaðar í bragði í átt að bíóhöllinni hálftíma áður en sýningin átti að byrja í von um að fá góð sæti. En nei, var þá ekki biðröð út á götu. Þar biðum við í korter, hríslandi af kulda og höfðum bara kynþokkann til að hlýja okkur. Svo var hleypt inn og múgurinn breyttist í rolluhjörð á leið í réttir á svipstundu þegar það henti saklausu fólki í gólfið til þess eins að vera nálægt hurðinni. Ég og Björk lentum í miðri hrúgunni og eftir ca. 20 mínútna bið var orðið ansi heitt í hamsi. Fólk var að fara yfir um af æsingi og súrefnisskorti og þar sem ég þoli hita illa var mér farið að svima ansi mikið og þegar yfirliðið var að svífa yfir var opnað. Fólk byrjaði að froðufella af blóðþorsta og þeyttist í átt að hurðinni, ýtandi á fólk fyrir framan sig því að það hélt greinilega að það fengi ekki sæti. Þegar ég loksins steyptist inn í salinn var ég næstum búin að drepa mig eða kannski réttara sagt Laugarásbíó var næstum búið að drepa mig. Hvað er málið með að vera með skautasvell á gólfinu og það í brekku? Ekki veit ég það en sem betur fer urðu engin slys á mér og vonandi ekki á öðrum. Myndin byrjaði að byrjaði vel. Ég vil nú ekki segja frá innihaldi myndarinnar en það sem ég tók eftir var að í hvert skipti sem litli skeggjaði dvergurinn Gimli kom fyrir, var eins og að fólk væri búið að ákveða að hann ætlaði að segja eitthvað fyndið og hló meira að segja áður en hann sagði stakt orð. Hann var nú reyndar fyndnasta persónan í myndinni að mínu mati en þegar hann sagði eitthvað sem var ekki einu sinni fyndið, fór fólk samt að hlæja. Í hlénu var mikil húllumhæ. Á vegi mínum urðu nokkrir verslingar sem mér er ekkert svakalega vel við en ég er kurteis og skvetti framan í þá einu hæ-i líkt og kaldri gusu úr koppi að morgni dags. Þegar hléið var búið og ég sest niður fór verslópía sem sat í sömu röð og ég að kaupa sér eitthvað. Þegar hún kom til baka og ég ætlaði að standa upp fyrir henni, rak Björk óvart fótinn í hana og stelpan steyptist á mig með nachos í hendinni. Sem betur fer fékk ég enga sósu yfir mig en ég fékk nachos og það mikið af því. Ég vildi samt ekki borða það af því að fólk í verlsó er eitrað mjög.
Endirinn á myndinni var væminn og eilítið langdreginn en góður endir samt því að allir urðu glaðir til æviloka.
Bingókúlur: 4 af 5
sunnudagur, desember 21, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli