föstudagur, júlí 11, 2003

AULAHÚMOR DAGSINS!

Það er ekki erfitt að geta upp á, hver það er sem á aulahúmor dagsins. Jú mikið rétt... það er hún móðir mín, Agnes Finnsdóttir að nafni.
Þetta byrjaði allt saman þegar skötuhjúin, ásamt systur minni, komu heim úr rigningarbústað á Kirkjubæjarklaustri í gær. Og viti menn... þau komu með heita flatböku með sér!! :) Dominos Extra með helling af gúmmelaði! Mamma ákvað sýna okkur þessa gífurlegu listhæfileika sem hún geymir undir vinnusigginu, og gerði broskall á diskinn minn úr pizzugúmmelaðinu. Broskallinn átti s.s. að vera ég, svo ánægð með að fá fólkið heim! Uppskriftin er svo hljóðandi:

Augu: 2 stykki ólífusneiðar
Munnur: Lauksneið
Nef: 1 stykki hakk-kurl

Þetta kallar maður sko list!! Svo kom brandarinn: “Nefið á þér er bara allt í... HAKKI !!” Úff og púff... annar eins hlátur hefur ekki brotist út á heimili mínu í áraraðir!! Hláturinn hjaðnaði þó þónokkuð þegar ég kom með tilkynningu úr einkalífinu sem var greinilega svolítið sjokk fyrir mömmu gömlu. Hún setti nefnilega skeifu á munninn á broskallinn og já... ég túlka þetta þannig að henni fannst fréttirnar... ekki góðar!! En mamma á aulahúmor dagsins og ég klappa svo sannarlega fyrir því!!

Engin ummæli: