PIPARHORNIÐ
Í þessu horni ætla ég ekki að tala um pipar.... heldur miklu alvarlegri hlut. Það að pipra er hlutur sem allir hræðast. Hver fær ekki martraðir um að vera sjötug kelling eða kall, sitja í ruggustól og hugsa um hvað hann Jón á Grund eða hún Jóna á Beitilandi sé að gera akkúrat þessa stundina. Ég tala nú ekki af reynslu því ég reyni nú að hafa ekkert áhyggjur af þessu en stundum kemur sá tími að maður pælir svolítið í þessu. En ég ætlaði nú ekki að tala um mína piprun heldur vandamál sem koma upp þegar maður er piparsveinn eða piparfrú. Allir verða nú einhvern tíma svangir... líka piprað fólk. Hefur þú ekki lent í því að vera einn heima, ekkert er til og þú átt ekki eyri fyrir flatböku??? En ég er komin með lausn... pulsupasta!!! Þetta er réttur sem er afar vinsæll á mínu heimili. Segja má að þetta sé leynifjölskylduuppskrift og er ég því hér að deila með ykkur miklu leyndarmáli. En uppskriftin er svona:
5 pulsur skornar í bita
Slatti af pasta (t.d. slaufur, skrúfur eða bara það sem hendi er næst)
Bönns af tómatsósu
Pastað er soðið í mauk, pulsubitum hent út í og ekki spara tómatsósuna!!
Já... svona var nú það! Þetta er bæði fljótlegur, ódýr og góður réttur sem hægt er að matreiða hvenær sem er. Svo ef undur og stórmerki myndi gerast.... þú myndir næla þér í gellu eða gæja... þá er tilvalið að bjóða upp á pulsupasta kannski á öðru deiti! Verði ykkur að góðu lömbin mín, og munið... ekki spara tómatsósuna! ;)
sunnudagur, mars 09, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli