KVIKMYNDAGAGNRÝNI.... ÁSAMT ÖÐRU
Ég sá afar skemmtilega mynd um helgina en hún heitir því ágæta nafni About a boy. Svo bættist eitt fjölskyldugullkorn í safnið þegar pabbi kom með spóluna heim og sagði við mömmu: “Ég tók About a boy áðan” Og þá spurði mamma: “Um hvað er hún??” Eins og það segi sig ekki sjálft. Já hún móðir mín er skondin kona, það fer ekki milli mála. Það var nú mest hlegið af myndinni þegar einhver strákur drap önd með því að kasta brauðhleifi í hana. Það sýnir kannski hvað fjölskyldan mín er ómannúðleg... er bara alveg sama um greyið öndina. En þetta er nú bara allt í plati!
Hann Hugi Stóri (Hugh Grant) stóð sig með mikilli prýði í þessari mynd, bara búinn að losa sig við 80’ greiðsluna og slöngulokkana og læti. Svo rak ég mig á það að ég held að ég hafi bara aldrei sagt nafnið hans rétt, öll þau ár sem ég hef horft á myndir með honum. Ég segi alltaf: Hjúgg.... en svo hef ég heyrt alls konar útgáfur: Húghhh...... og Hjúk..... og Hggjúk. Hvað heitir maðurinn eiginlega???
Sem sagt...fyrir þá sem ekki hafa séð þetta meistarastykki ættu þeir endilega að slíta sig frá tölvunni og horfa á hana. Því að eins og gamli kallinn segir: ,,Að horfa á myndband er góð afþreying!”
miðvikudagur, mars 19, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli