föstudagur, febrúar 07, 2003

Það tók mig langan tíma að finna upp á einhverju umræðuefni til að bulla um í dag en datt svo í hug að tala bara um það sem er manni næst.... fjölskyldan.

Fjölskylda er afar skringilegt fyrirbrigði. Hún er aldrei eins og maður vill að hún sé en stundum kemur sá tími þegar manni finnst hún bara vera fullkomin og vildi ekki hafa hana öðruvísi en hún er!! Ef við tökum sem dæmi mína fjölskyldu...

MAMMA: Leikskólakennari, er með æði fyrir bútasaumi og spýtumálun og hennar stærsti draumur er að fara að sjá Amish fólkið í Ameríkunni. Er með hreingerningaræði og reynir sífellt að troða því inn í litlu heilabú dætra sinna að hreint hús sé gott hús. En er samt alveg indæliskona. Kallar skapahár “pippskegg”... eitthvað vestfirskt dæmi held ég!?! Kann að láta mann fá alveg rosalegt samviskubit með þessu lúkki sem hún gerir þegar hún kaupir eitthvað handa manni. Ætli það sé hægt að læra það Húsmæðraskólanum??

PABBI: Rafvirki. Er með tækjadellu dauðans eins og ég kýs að kalla það. Dýrkar enska boltann. Var eitt sinn orðinn svo pirraður á vælinu í spúsu sinni þegar það var leikur og Innlit/útlit á sama tíma, að hann keypti sér bara annað sjónvarp og húsnæði undir það í leiðinni. Ekki amalegur díll því að núna fær loksins hann frið! Málar brjósta- og typpamálverk í frístundum og er bara helvíti góður í því kallinn!

SYSTIR MÍN: Öðru nafni Harpa Rán eða Harpa Bankrubbery eins og hún kýs að kalla sig. Er fiðlusargari af Guðs náð og hefur oftar en einu sinni skemmt heyrnir í fjölskylduboðum þrátt fyrir að vera aðeins 11 ára. Er þekkt fyrir sína skemmtilegu brandara sem vekja ávallt mikla kátínu við matarborðið... ef brandara mætti kalla.

HUNDURINN MINN: (Sagt með “kvikmyndarödd”) Sókrates aka. Sókri svakalegi. Er hættulegasti hundurinn í hverfinu og allir hræðast hann!! Blaðberar flýja... sölumenn væla.... handrukkarar kalla á mömmu sína... mormónar biðja til Guðs!! Pása Eftir að augað hans var næstum bitið úr honum af óvinahundi, breyttist hann til muna. Hann stökkbreyttist og fór að ganga í sokkabuxum. Hann byrjaði að gelta á gamalt fólk og þroskahefta sem áttu leið framhjá húsinu okkar. Hann fór að stæla átrúnaðargoðið sitt... Lassie... sem er einmitt af sama kyni og hann. Þegar barn datt um stein, kom hann og reddaði málunum... hann sem sagt drap steininn. En núna er hann bara venjulegur heimilishundur... á það stundum til að labba á veggi en hvaða hundur gerir það ekki???

Já eins og þið sjáið er fjölskyldan mín einsdæmi. Ég segi ekki meir.....

Engin ummæli: