Jedúddamía!! Hvert hef ég ungmeyjarylinn misst?? Það er spurning... kannski datt hann í kolakassan!!
En vegna margra skemmtilegra kommenta á pjötlubuxna greininni minni... hef ég ákveðið að halda áfram með þessa umræðu... og hér kemur hún:
Fyrsta kommentið sem ég fékk var frá karlmanni. Hann hneykslaði sig mikið á því að ég talaði einungis um kvenkyns pjötlubuxur því að allir vit ap karlmaðurinn notar líka þennan fatnað. Mín kenning er sú að karlmenn urðu svo hrifnir af þessum nærfatnaði að þeir hönnuðu líka svona fatnað fyrir sig. Þeim hefur samt ekki alveg tekist áætlunarverk sitt því að mínu mati eru þessar pjötlubuxur afar asnalegar á miðhluta karlmannsins. Ekkert pláss er fyrir stóran og stæðilegan liminn og verða því mjög kjánalegar í útliti. En þeir láta það ekki á sig fá og eru ekkert að fela sig þegar þeir spranga um og valahoppa í búningsklefum sundlauga og líkamsræktarstöðva. Gott dæmi um karlmanns g-strengi er forláta g-strengurinn sem ég og hún Björk Bond fundum í þeirri ágætu búð Hókus Pókus handa vini okkar í afmælisgjöf. Framan á pakkanum var mynd af manni sem stóð stoltur í pjötlubuxunum (sem átti að vera einhvers konar poki með augu í bananalíki) og var með kíki. Af þessari mynd gat ég lesið að landkönnuðir eru greinilega mikið fyrir að klæðast pjötlubuxum einum fata á leiðangrum sínum. En hann Einar var mjög glaður og var í pjötlubuxunum (yfir buxurnar auðvitað) allt partíið og vakti mikla lukku þótt að ekkert var í banananum. Þarna sést að karlmenn eru bara hermikrákur og voru það ekki þeir sem fussuðu og sveiuðu þegar hitt kynið fór að klæðast jakkafötum og nota bindi???? Jæja strákar... þarna skutuð þið ykkur svo sannarlega í fótinn.... og þið megið alveg mín vegna skjóta ykkur í hausinn líka!!!! En ekki allir.... bara nokkrir því hvar værum við án ykkar??! :)
P.S. Það er komið svona comment dót sem hún Eva stuðgella setti upp fyrir mig með hjálp síns yndisþokka og sjarma. Takk Evulíus!!!! :)
fimmtudagur, janúar 23, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli