Já ég veit
ég er ömurlegur bloggari. En ég hef bara ekki nennt að blogga, svo einfalt er það. En núna kemur þetta. Já, komin heim fyrir fullt og allt og er því ekkert á leiðinni til útlanda á næstunni. Nema að einhver bjóði mér sem væri vel þegið. Það gerðist bara allt of mikið á Spáni að það er ekki hægt að tala um það hér, skulum því bara segja að þar hafi verið mikið gaman, mikið grín og mikið tanað. Svo voru WB tónleikar bara rétt eftir að við komum heim, góð mæting, mikið af kökum og freyðivíni. Svo voru aðrir Bjöllutónleikar í vikunni og það var stuð. Ríkur kall var á svæðinu en ekki var hann mikið að gefa mér monní. Nánösin. Mín bara byrjuð í skóló og læti og allt að gerast! Hef þetta ekki lengra því ég er að fara á ættarmót. Mamma verður með leiki og kannski les afi ljóð. Smá kennsla í fullri varalitun frá mér og Sóley:+
Respect!
laugardagur, ágúst 30, 2008
mánudagur, ágúst 18, 2008
Ef þú hefur ekkert að gera í kvöld...
Málmblásarasveitin Wonderbrass heldur sína fyrstu opinberlegu tónleika mánudaginn 18. ágúst í Hásölum Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Strandgötu 51 klukkan 20:30.
Wonderbrass samanstendur af 10 íslenskum brassmeyjum sem hafa nýverið lokið við 18 mánaða tónleikaferðalag með Björk Guðmundsdóttur.
Á efnisskránni má m.a. finna brassverk eftir G. Gabrielli, Chris Hazell, Pál Ísólfsson og fleiri.
Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.
Birt af Særún kl. 02:33 1 tuðituðituð
laugardagur, ágúst 09, 2008
Letilíf í svitapolli
Í Istanbúl var heldur betur líf og fjör. Sprengjuleitartæki í lobbíinu og svona. Við skvísurnar fórum í túristagallann og vöppuðum glaðar í bragði að berja bláu moskuna og Hagia Sofia augum. Konur í svörtum búrkum voru út um allt og sömuleiðis tyrkneskur karlpeningur sem súmmuðu á rassinn á okkur með myndavélunum sínum sí og æ. Línurnar þeirra voru heldur ekki af lakari endanum. Þið íslensku strákarnir ættuð kannski að taka ykkur þá til fyrirmyndar. Hér koma nokkur sýnishorn fyrir ykkur, esskurnar mínar og þessir frasar spruttu upp eftir aðeins nokkurra mínútna labb:
- I scream, you scream. Let’s see who can scream more… (ég var sem sagt að borða is)
- Want to share your ice-cream with me?
- Aaaa… Spice Girls!
- How can I rip you off?
Lesið og skælið! Af hlátri eða gráti, mér er sama. Svona á sko að gera þetta. En af einskærri tilviljun hittum við tvær íslenskar stelpur á interraili og reyndist önnur þeirra vera gömul skólasystir mín úr MR og hin vinkona Valdísar. Og nokkrum mínútum seinna mættum við íslensku pari. Heimurinn er nú heldur betur lítill, krakkar mínir.
Tónleikarnir voru svo við ána Bosphorus og voru um 17.000 manns á svæðinu og voru þetta okkar síðustu einkatónleikar á þessu tónleikaferðalagi. Það var því mikið sprellað í síðasta sándtékkinu og fékk krúið heldur betur að njóta sín í stað okkar brassstelpna.
Næsta dag var fluffast til Lissabon í tveimur heldur löngum flugum. Daginn eftir hélt Chris trommari tónleika með sópran saxófónleikara sem var afar góð skemmtun. Djammað fram eftir kvöldi enda ekkert annað hægt þegar stuðið er í hámarki. Spiluðum síðan á festivalinu Sudoeste í fyrradag og tók næstum 3 tíma að komast þangað. Allt gekk voða vel og einkenndist heimferðin af endalausum pissuspreng á mínum bæ.
Hér erum við svo mætt til Almería, eins heitasta staðar Spánar enda ein eyðimörk. Hér voru líka teknir upp nokkrir spaghettí-vestrar á sínum tíma og svona. Veit ekki um hina en ég ætla allavega að sleikja sólina í viku áður en ég kem heim og hafa það náðugt. Ef til vill verður þetta síðasta blogg þessa túrs og verður eflaust mikið grátið á næstum dögum því helvíti á maður eftir að sakna allra.
Dass af myndum:
Brynja þurfti að hylja axlirnar og ég fæturnar með þessu forláta efni til að fá inngöngu í bláu moskun
Píur
Og Chris bara trommaði og trommaði og blés og blés
Framtíðardyraverðir þarna á ferð…
Monseur Anthony og æi, þessi leiðinlega þarna
Mín bara mætt í ullarnaríurnar fyrir veturinn
Við í bandinu gáfum krúinu áritaðar myndir af þeim við störf sín og sáust nokkur gleðitár á hvörmum þeirra
Næsta helgi: Olá-festivalið og heimkoma. Fokk já.
Smá jútjúb af Overture sem við stelpurnar spilum.
Adios y hasta luego,
-Sæbba rokk
Birt af Særún kl. 16:33 1 tuðituðituð
laugardagur, ágúst 02, 2008
Dobbúl blogg
Sorrí krakkar mínir en það er bara búið að vera svo gaman hjá mér að ég hef ekki haft tíma né rænu í að blogga fyrr en nú. Hér kemur það:
Verona
Þar var nú heldur betur stuð á okkur. Valdís og fjölskylda eru gamalreyndir Verónusérfræðingar og fyrsta kvöldið fór mestallur hópurinn á þennan flotta veitingastað. Maturinn var í einu orði sagt yndislegur og hef ég sjaldan verið jafn södd. Daginn eftir bauð vinafólk Valdísar okkur í garðinn sinn í úthverfi Verona og auðvitað voru ítalskar kræsingar í boði. Einnig afnot af sundlaug sem var heldur betur freskandi í steikjandi sólinni. Um kvöldið var spilað í Arenu fyrir um 12.000 manns og mátti sjá hvern einasta Ítala dilla sér í takt við tónlistina.
Fallegur hópur í vínkjallaranum... hvar annars staðar?
Greyið Jez var með einhvern aðskotahlut í auganu
Engin miskunn í vatnsslagnum
Aþena
Fyrsta deginum þar eyddi mín nú bara við sundlaugarbakkann og var ekki alveg að nenna að klöngrast upp á Akropolis. Gat séð það ágætlega frá sundlauginni ofan á þakinu...
Ekki gerði ég mikið þar annað en að versla og fór jú í þetta svakafína baknudd enda kroppurinn ekki alveg að sætta sig við þetta brölt á manni. Tónleikarnir þar voru í risastórri ólympíuhöll og gengu bara glymrandi vel.
Nú erum við mætt í dýrðina til Istanbúl í Tyrklandi og fann ég alveg svakalega tengingu við Ísland af því tilefni. Tyrkir réðust jú einmitt á Vestmannaeyjar forðum daga og nú stendur yfir Þjóðhátíð. Og hver er þar? Jú pabbi. Ókei þetta var lélegt. Spilum svo á morgun og í næsta bloggi skal ég taka ykkur í tyrkneska frasakennslu. Þeir eru svakalegir kallarnir hérna...
Jæja nóg af blaðri. Ég er farin í froðubað.
Smá augnakonfekt... bara af því að það er laugardagur
Birt af Særún kl. 15:29 2 tuðituðituð