þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Sjúbbídúbbídú!

Var að horfa á Timon og Púmba þætti. Einn er um talandi og syngjandi snigill sem er fluttur til Parísar og þar á að étann. Svo fær Tímon einu sinni málverkið af Mónu Lísu ofan á sig og þá segir Púmba: "Tí-Mona Lísa!" Og svo hlæja þeir dátt. Og þá var kátt í höllinni.

Komin með nýtt nafn á MS. Menntaskólinn við Sníp. Þetta er víst einhver kynlífsstofnun eftir allt saman. Nemendur bara með nærbuxurnar á hælunum alla daga. Lægstvirtur menntamálaráðherra var svo víst í Menntaskólanum við Sníp. Enda er alltaf uppi á henni typpið þessa dagana.

Héðan í frá á ég ekki lengur vini. Ég á fógeta. Allir vinir mínir eru nú fógetar. Blessaður fógeti!

Árbærinn er bara hassbæli og hananú!

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Fyrsti í aðventu

Nei djók. Ég á afmæli. 19 ára er ég heillin. Það er ekkert spes við það að vera 19 ára. Ekkert gerist. Klukkan 12 á miðnætti fékk ég fagnaðaróp í vinnunni. Líka vinnuveitandi minn en hann á víst afmæli sama dag og ég. Það var svolítið vandræðalegt að komast að því, því að okkur kemur ekkert rosalega vel saman. Allt of ólík eitthvað. Hann er líka svona 150 kíló. En við fengum okkur saman jólahlaðborð og heita súkkulaðiköku. Það var eina skiptið sem að rassinn minn snerti stól á þessari sirka 12 tíma vakt sem ég vann í gær. Ég er að gerast vinnualki, eitthvað sem ég get ekki orðið.

Vaknaði svo í morgun við "fallegan" afmælissöng. Pabbi var svo indæll að fara í slopp þannig að hann var ekki á nærbrókunum einum fata eins og öll hin árin. Elskan hún systir mín var búin að baka handa mér og gaf mér nærfatasett. Foreldrarnir gáfu skartgripi og seinna á ég eftir að fá stóran hluta í stóru rúmi sem mér veitir ekki af. Það gamla rúmar ekki tvo. Svo sögðu þau mér að koma niður í kjallara og að ég ætti að halda fyrir augun. Ég hugsaði með mér: "Jess, þau eru búin að kaupa rúmið!" En nei, ég fékk eitthvað miklu betra. Systir mín er þá búin að vera í 2 vikur að búa til rosalegt sjóv í tölvunni með myndum af mér þegar ég var lítil og til dagsins í dag. Það var svo sætt. Dagurinn fer svo í það að gera latínustíl og undirbúa bekkjarafmælið sem verður í kvöld. Mætingin verður í slappari kantinum því það eru víst próf á morgun.

Ich habe Geburtstag. Ja ja!

föstudagur, nóvember 25, 2005




hvað þessi er með flott... tattú!


þegar ég sá þessa mynd fyrst hugsaði ég um svona samhæfðar sundæfingar. Veit ekki af hverju.


hvað þessi í miðjunni er innskeifur. Svo gleymdu þeir að fara í skó út í þennan kulda en mundu samt eftir trefli.


hvað þessi er ljótur!

Karlmenn eru viðbjóðslegir

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ég er búin að ákveða að þegar ég verð loksins tvítug ætla ég að tjútta af mér rassinn. Fara bara á alla skemmtistaði, labba þar af leiðandi mikið, (milli staðanna sko) dansa með stórum hreyfingum sem teygja á öllum vöðvum og þannig missa fullt af kílóum. Hver þarf líkamsrækt þegar maður á skilríki og fer á skemmtistaði?

Mig langar sjúklega að prófa að hössla einhvern á MSN. Þá virkilega hössla. Get samt ekki útskýrt það. Langar bara svo að prófa. Ég er að þreifa mig áfram í þeim hlutum. Segi ekki meir. Spurning svo hvort ég hafi hösslgenið í mér. Pabbi minn var samt rosalegur hössler og foli. Aðalfolinn á Reykjum, með dökkt, sítt og krullað hár skipt til hliðar og svo var hann með freknur í þokkabót og risastórt nef. Hann átti samt alveg bönns af kærustum og svo skemmtilega vill til að ein þeirra heitir Ósk en það er millinafn mitt. Svo heitir önnur Harpa og það heitir systir mín. Haaa...

Særún vikunnar er Særúnin sem missti báða fæturna í bílslysi í Bandaríkjunum. Vildi að ég gæti gefið henni mína fætur en ég segi bara pass.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Tónlistarlegasinnaðar uppgötvanir

Joss Stone hin breska syngur lagið Fell In Love With a boy og gerði það frægt á sínum tíma. Fattaði svo áðan að ég kannaðist eitthvað við textann á laginu. Viti menn, Joss stal textanum frá The White Stripes en þá heitir lagið Fell In Love With a Girl. Þetta vissu örugglega fáir. Eða enginn.

Gítarkafli í nýja laginu með System of a down er alveg eins og Sá ég spóa. Samt svolítil moll-skítafýla af því. Líka skítafýla af System of a down. Lalla rosalega mikið í lögunum sínum.

Matthías Jochumsson skáld og frændi minn með meiru, samdi textann við þjóðsönginn þegar hann var pissfullur. Sést það best á línunni "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir." Tímaskyn Matta fór alltaf í kúk þegar hann drakk og þessi dagur var þúsund ár að líða og var hann svo þreyttur á því að hann sárbað Guð að stytta þennan óendanlega dag. Líkti hann sér við smáblóm eilífðarinnar með titrandi tár. Og þessi þér í línunni er auðvitað vodkapeli.

Hver kannast ekki við lagið I Don't Like Mondays með hinu heimsfræga bandi The Boomtown Rats? Það mannsbarn sem hefur farið á mis við þessa kappa ættu að skammast sín og gera eitthvað í því sem fyrst. Það sem fáir vita er að upprunalega átti lagið að heita I Don't Like Sundays vegna þynnkunnar sem söngvari sveitarinnar Keith Hancelfield var alltaf með á sunnudögum. Svo fattaði hann að hann hafði fæðst á sunnudegi, breytti nafninu snarlega yfir í mánudag og fór bara að drekka í staðinn á sunnudögum... einn.

laugardagur, nóvember 19, 2005

Hressandi

Vinur minn pantaði mig fyrir svona 2 vikum því í kvöld ætlar hann að gefa mér afmælisgjöf. Þetta átti að vera óvænt en ég náði að veiða þetta uppúr honum. Hann ætlar sem sagt að horfa með mér á Notebook sem ég hef ekki séð en hann hefur séð hana. Hann mun vera öxl til að gráta á því ég hef heyrt gasalegar sögur um þessa mynd. Og ennþá betra... við ætlum að drekka vodka og bjór á meðan. Svo ætlum við á trúnó, dansa svo við diskótónlist og gera símaöt. Þetta verður vonandi hressasta æfmælisgjöf sem ég fæ þetta árið.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Ái - II. hluti

Og ekki hættir kláðinn frá djöflinum. Með þessu áframhaldi mun hann breiðast um líkamann líkt og fjárkláðinn á 19. öld. Nú er illt í efni ekkert klóra má. Ekk' er heldur frýnilegt að horfa aaaaaaahahá. Nú er kláðinn kominn á handleggina og þá sérstaklega klæjar mig í úlnliðinn. Og ekki get ég horft á úlnliðinn um leið og ég klóra því ég er með æðaóþol. Get bara ekki horft á berar æðar. Fæ bara hroll upp í kok. Það er ekki nóg að úlnliðirnir hafa bæst í hópinn heldur einnig eyrnasneplarnir. Eftir allt þetta klór hef ég komist að því að ég er með óvenju stóra eyrnasnepla miðað við annað fólk. Sumir eru bara ekki með neina (t.d. Guðný litla trutt) og aðrir með dass af eyrnasneplum. Gullna meðalveginn. Mínir eru samt hjúmongús. En þeir eru mjúkir. Samt ekki núna því þeir eru allir útklóraðir. Fólk má alveg stoppa mig á vappi mínu til að skoða herlegheitin. Ekkert því til fyrirstöðu. Vel valdir mega ef til vill snerta. Og klóra ef þeir sömu eru í stuði.

Hér með segi ég klórsögum mínum lokið. Eflaust á mig eftir að klæja á öðrum stöðum á næstu dögum en þá hef ég það bara útaf fyrir mig. Takk fyrir að nenna að hlusta á vælið í mér.

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Ái

Ég á við smá vandamál að stríða. Samt ekkert lítið vandamál, stórt vandamál. Kláðavandamál. Mig klæjar á rosalega mörgum stöðum. Ég vakna með kláða og fer að sofa með kláða. Þetta byrjaði allt á ökklunum. Er líka öll útklóruð þar. Svo fór þetta upp á hné. Fékk nú bara marbletti þar af því ég klóraði mig svo mikið. Af hnjánum og undir hökuna. Þar er ég slatta rauð. Og nýjasti staðurinn: geirvörturnar. Það er rosalega óþægilegt að vera á almenningsstað og klæja svona hrikalega í geirurnar. Klóra eða ekki klóra? Læt ykkur dæma um það. Ég er með mína kenningu um geirvörtuklæjeríið. Flatlús. Ég er líka svo flatbrjósta. Ahahaha! Nei ég er bara að bulla. Bulla af kláða.

laugardagur, nóvember 12, 2005

Þynnka rímar næstum því við skinka

Afmælispartý aldarinnar var haldið í gær. Ég, Björk, Gyða og Greta héldum partý saman í sal og buðum fullt af fólki. Hljómsveit og læti. Við fengum ógeðslega kúl gjafir. Fengum köku með gúmmítyppi frá strákunum. Og hjartablöðru. Ég og Björk fengum graðan héra. Hann varð samt eftir og ég veit ekki hvar hann er. Örugglega búið að misnota hann. Svo fékk ég kjöltudans frá Sindra. Bók. Áfengisflösku sem hvarf. Súkkulaði. Svo fékk ég eina óvænta afmælisgjöf. Fyrsti strákurinn sem ég kyssti birtist bara í afmælinu. Við rifjuðum upp gamla tíma og góða. Fór svo í bæinn en man ekkert eftir því. Kom heim og þá henti ég víst jakkanum mínum í baðkarið að sögn pabba. Vaknaði með hausverk. Kíkti í símann minn og sá að ég var búin að hringja í fullt af fólki sem ég hafði enga ástæðu til að hringja í. Mundi svo að ég þarf að lifa á 2000 kalli það sem eftir er að mánuðinum. Hömbökk. Það var samt ógisslega gaman. Leiðinlegt að þetta er búið.

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Sögustund

Ég ætla að segja ykkur sögu. Einu sinni var gamall kall sem hét Teddi. Hann var sköllóttur með svona hvítt munkahár og alltaf rauður í framan. Hann átti heima við hliðina á mér þegar ég bjó á Herjólfsgötunni í gamla daga. Svo fluttum við á Hverfisgötu árið 1992 og árið 2001 er hann aftur fluttur við hliðina á okkur í ljóta rauða húsið. Þar bjó hann með ógeðslegri kellingu og þau reyktu bæði eins og strompar og drukku bjór í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Hann var leigubílstjóri en var samt aldrei í vinnunni. Mér fannst hann alltaf frekar viðbjóðslegur en kippti mér ekkert upp við hann því hann gerði mér aldrei neitt. Mömmu og pabba var mjög illa við hann og einu sinni sagði pabbi: "Það eina sem getur gerst til að við losnum við hann sem nágranna er að hann deyi." Og viti menn, Teddi sagði pabba stuttu seinna frá því að hann væri kominn með krabbamein og að það þyrfti að skera hann upp. Nokkrum vikum seinna dó hann og pabbi fékk það sem hann vildi. Hann átti fullt af börnum um hvippinn og hvappinn en ekki sást tangur né tetur af þeim þegar hann bjó hliðina á okkur, hvað þá í jarðarförinni hans. Núna veit ég af hverju.

Mamma var að lesa bókina Myndir af pabba eftir Gerði Kristnýju því þetta er skyldulesning á leikskólanum sem hún vinnur á. Bókin er saga nokkurra systra sem áttu heima í Hafnarfirði og segja þær frá því þegar faðir þeirra og fleiri menn misnotuðu þær kynferðislega á yngri árum. Áðan sagði hún mér að einn mannanna sem misnotaði aðra systurina oftar en einu sinni var Teddi. Hann var vinur föður stúlknanna og jafnframt nágranni þeirra og misnotaði eina þeirra oft. Þetta er rosalega óþægileg tilfinning þar sem hann misnotaði hana þegar hún var í kringum 6 ára en það er einmitt sá aldur sem ég var á þegar hann var nágranni okkar í fyrsta skiptið. Næst misnotaði hann hana aftur þegar hún var 15 ára í skiptum fyrir mótorhjól og já, ég var 15 ára þegar hann flutti við hliðina á okkur í annað sinn. Og núna hugsa ég: Hvað ef þetta hefði verið ég? Væri ég hér í dag? Það er endalaust hægt að velta sér fyrir svona spurningum en það þýðir ekkert. Ég er ánægð með að þetta var ekki ég en finn mjög til með stúlkunum sem lentu í þessu. Teddi fékk víst lítinn sem engan dóm fyrir allt þetta hræðilega sem hann gerði og ég skil ekki af hverju hann mátti vinna sem leigubílstjóri. Réttarkerfið á Íslandi ætti að skammast sín!

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Vont

að skylmast með stálgrillpinnum. Mikið blóð, mikið blóð.

laugardagur, nóvember 05, 2005

Hver er sætastur og gáfaðastur?



Sókrates er orðinn gamall og lúinn og þarf því að nota gleraugu. Hann er nærsýnn.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

One night stand

Í því er ég drottning! Nei bara smá spaug. Er að fara að taka þátt í ræðukeppni á mánudaginn við busabekk og er titill færslunnar umræðuefnið. Ég er ekki að segja að þetta verði auðvelt. Ónei. Við munum leggja allan okkar svita í að rúst' essu. Þótt ég sé á móti einnar nætur gamni, er ekki þar með sagt að ég stundi það ekki. Ehehe! (perrahláturinn minn)

Loki númer 4 kom út í dag, stútfullur af stöffi. Gaf upp fjölskylduuppskriftina af bjórkjúlla en auðvitað hét hann pilsnerkjúlli í blaðinu. Það sem maður gerir ekki fyrir blaðamennskuna. Gerði myndasögu um Svartsýna hvuttann Seppa. Var að dunda mér við þetta hérna á laugardaginn þegar ég hafði ekkert að gera. Þá bjó ég til myndasögur og sendi fullu fólki nafnlaust sms og sagði þeim að kynlíf biði þeirra á MSN. 5 af 6 létu sjá sig og grunuðu þeir allir mig um græsku. Ég er stundum svo fyrirsjáanleg.

Nóg að gera í skólanum. Fyrirlestur í dag um Matta Joch í íslensku. Íslenskukennarinn minn kallaði mig enn og aftur Sæunni. Næst kýli ég hana. Ég var næstum því búin að gubba því ég var með gubbupest í gær. En ég gerði það ekki. Pjúkket. Fnykurinn í I-stofu er slæmur fyrir. Svo sagði hún eftir fyrirlesturinn að hún hafði ekki fílað að ég kallaði Matta fola og sagði að hann hafi örugglega keypt fötin sín hjá Sævari Karli. "Sævar Karl var ekki einu sinni fæddur þá!" Konan hefur engan húmör, það er víst.

Talandi um gubbupest. Ég rauf 15 ára án-gubbs-múrinn. Já ég hafði ekki ælt síðan ég var ca. 4 ára, þangað til í gær. Það var ekki góð tilfinning. Og ég sem var alltaf svo spennt að prófa. Núna hef ég ekkert til að hlakka til. Jú ég á reyndar afmæli bráðum og held megagígafeitt partý í næstu viku. Það ætti að halda mér við efnið.

Þessi færsla var með skiptinema í huga svo þeir getu fylgst með því sem ég er að stússast við. Allar dagbókarfærslur hér eftir eru tileinkaðar þeim.